29.5.2017

Opnun sundlaugar og tjaldsvæðis VM á Laugarvatni

Sundlaugin á Laugarvatni verður opnuð föstudaginn 02.06.2017. Opnunartími er eins og áður hefur verið frá kl. 10.00 til kl. 20.00.

Tjaldvæðið á Laugarvatni opnar að hluta föstudaginn 02.06.2017. Það verða nokkur stæði sem opna seinna í júní.
Best er fyrir félagsmenn að bóka fyrirfram á netinu eða á skrifstofu VM, í síma 5759800, því umsjónarmaður á svæðinu er ekki alltaf nálægt tölvu.

Sama fyrirkomulag verður á bókunum og í fyrra að helgar bókast frá föstudegi til mánudags.
Þó má ef laust er á laugardegi hafa samband við umsjónarmann milli kl 10.00 – 16:00 og bóka staka nótt.