25.4.2017
Aðalfundur VM 2017
Aðalfundur VM var haldinn þann 7. apríl 2017 á Hilton Reykjavík Nordica.
Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
Tillaga stjórnar VM um breytingar á vinnudeilu- og verkbannssjóði VM var samþykkt.
Tillaga stjórnar VM snéri að því að höfuðstóll sjóðsins skuli ekki fara undir 300 milljónir að raunvirði frá 07.04.2017 og muni taka breytingum miðað við launavísitölu.
Í þeim miklu hræringum sem hafa verið á vinnumarkaðnum síðustu ár, hefur komið í ljós að mörg stéttarfélög hafa ekki sinnt því að byggja upp vinnudeilusjóði. Þetta vita atvinnurekendur og er því lítil ógn í boðun verkfalla ef vitað er að stéttarfélag hefur ekki fjárhagslega burði til að fara í átök og halda þau út. Með þessari breytingu er verið að tryggja að vinnudeilusjóður VM sé sýnilegur og sterkur bakjarl ef boða þarf til aðgerða eða ef verkbann er sett á félagsmenn VM.
Stjórn VM heiðraði eftirtalda einstaklinga gullmerki félagsins fyrir vel unninn störf og þátttöku í félagsmálum.
Bragi Eyjólfsson, Hjálmar Baldursson, Guðmundur Smári Guðmundsson og Kristján Birgisson
Eftirfarandi tillögur um kjörstjórn og uppstillingarnefnd voru samþykktar:
Tillaga um aðal- og varamenn í kjörstjórn
Aðalmenn: Halldór Arnar Guðmundsson og Vignir Eyþórsson
Varamenn: Garðar Garðarsson og Pétur V. Maack
Tillaga um Uppstillingarnefnd VM
Dagbjartur Jónsson (Landsvirkjun)
Jón Ragnarsson (Samskip)
Haraldur G. Samúelsson (KAPP ehf, véla- og renniverkstæði)
Hilmar Sigurðsson (Hafrannsóknastofnun)
Sigurður Halldórsson (Rio Tinto (ÍSAL))
Garðar Garðarsson (HB. Grandi)
Ágúst Grétar Ingimarsson (Hampiðjan hf.)