Fréttir 02 2017
þriðjudagur, 28. febrúar 2017
Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið dagana 16. – 18. mars 2017 og fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að um 150 keppendur taki þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein.
föstudagur, 24. febrúar 2017
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem undirritaður var þann 18. febrúar s.l., lauk nú á hádegi 24. febrúar 2017.Á kjörskrá voru 479 félagsmenn og af þeim tóku 266, eða 55,5%, þátt í atkvæðagreiðslunni.
mánudagur, 20. febrúar 2017
Kosning um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum, sem undirritaður var þann 18. febrúar 2017, er hafin.
Þátttakendur kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Þeir sem ekki eiga íslykil eða rafræn skilríki geta sótt um íslykil á island.
laugardagur, 18. febrúar 2017
Kosning um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum, sem undirritaður var þann 18. febrúar 2016, hefst sunnudaginn 19. febrúar kl. 8.00.þátttakendur geta kosið með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
laugardagur, 18. febrúar 2017
Á þriðja tímanum í nótt 18. febrúar var skrifað undir kjarasamning VM við SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkbanni SFS á vélstjóra hefur verið aflétt.
Frekari upplýsingar um kjarasamninginn, kosninguna og kynningarfundi verða settar á heimasíðuna síðar í dag.
fimmtudagur, 16. febrúar 2017
„Það eru allar líkur á að það verði sett á okkur lög í næstu viku ef ekki verður samið um helgina, eða annað útspil komi til'', segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, um síðustu tíðindin í kjaraviðræðunum við útgerðina.
fimmtudagur, 9. febrúar 2017
Ríkissáttasemjari hefur boðað samningafund í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna kl.
mánudagur, 6. febrúar 2017
Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, segir að samningafundur verði í sjómannadeilunni á morgun milli VM og SFS. Þar verða mál vélstjóra rædd við útgerðina. Guðmundur fagnar að deilendur hittist og reyni að þoka málum áfram.