Fréttir 2015

miðvikudagur, 30. desember 2015

Skattabreytingar um áramót

Á liðnu haustþingi voru að venju ýmsar tillögur að breytingum í skattamálum í þeim frumvörpum sem urðu að lögum fyrir jól. Um áramótin taka því gildi nokkrar breytingar sem snerta skatta á heimili og fyrirtæki með almennum hætti, en sumar þeirra voru lögfestar á fyrri þingum.

þriðjudagur, 29. desember 2015

Lækkun framlags til VIRK

Framlag atvinnurekenda og lífeyrissjóða til VIRK lækkar í 0.10% af stofni iðgjalds 1. janúar 2016 Alþingi samþykkti þann 19. desember ákvæði til bráðabirgða í lögum 113/1990 um tryggingagjald og ákvæði til bráðabirgða í lögum 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

föstudagur, 18. desember 2015

ÍSAL endurnýjaði samninginn fyrir einu ári

Rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og þegar hann var gerður réðust bæði fyrirtækin í umfangsmiklar fjárfestingar. Hann var nýlega endurskoðaður, í desember 2014, með óbreyttum samningstíma.

föstudagur, 18. desember 2015

Ályktun stjórnar VM vegna deilunnar í ÍSAL

Stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna fordæmir vinnubrögð Rio Tinto, eigenda álversins í Straumsvík fyrir framkomu þess í garð starfsmanna fyrirtækisins.Að fyrirtækið sé tilbúið að valda sér ómældu fjárhagslegu tjóni til að ná lægst launuðu störfunum í verktöku, vekur upp þá spurningu að eitthvað annað búi að baki.

miðvikudagur, 16. desember 2015

Snúin staða í ÍSAL

Fátt hefur komið fram á samningafundum með ÍSAL hjá ríkissáttasemjara, sem skýrir á hvaða vegferð fyrirtækið er. Ef eitthvað er þá fjölgar þeim spurningum frekar en að vilji þeirra skýrist.Átökin um verktökuna skýra alls ekki afstöðu ÍSAL.

mánudagur, 14. desember 2015

Styrkir til hjálparsamtaka 2015

Eins og undanfarin ár ákvað stjórn VM að færa nokkrum hjálparsamtökum styrk fyrir þessi jól. Ákveðið var að styrkupphæð skyldi vera samtals 1,1 milljón og skiptast á Hjálparstofnunar Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík og samstarfs Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð.

þriðjudagur, 8. desember 2015

Okkar mönnum er hótað!

„Það er undarleg staða komin í umhverfi sjávarútvegsins, og allar tilraunir okkar til að spyrna við fótum á móti þeim breytingum sem útgerðirnar setja einhliða um borð í skipunum, er unnið á móti með öllum ráðum af hálfu útgerðanna.

föstudagur, 4. desember 2015

Viðræðum sjómannafélaganna við SFS slitið

Fréttatilkynning frá Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands,Verkalýðsfélag Vestfirðinga og VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag slitnaði upp úr viðræðunum í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS (LÍÚ).

miðvikudagur, 2. desember 2015

Verkfalli Rio Tinto (ÍSAL) aflýst en kjaradeilan enn óleyst

Starfsfólk leiksoppar í hagsmunatafli Rio Tinto Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær. Kjaradeilan er áfram óleyst en ákvörðunin um að aflýsa verkfallinu er tekin þar sem sýnt þykir að raunverulegur samningsvilji sé ekki fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto.

þriðjudagur, 1. desember 2015

Verkfall að bresta á

Enn eru samningar ekki í sjónmáli í deilunni við Rio Tinto Alcan. Að óbreyttu skellur verkfall á á miðnætti, þá með alvarlegum afleiðingum. Ekki hefur verið boðaður fundur í deilunni í dag. Samninganefnd stéttarfélaganna hefur þó fundað um stöðuna í allan dag.