Fréttir 2014

fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Ályktun stjórnar VM vegna málefna lífeyrissjóða

Vegna þeirrar miklu umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu um ofurlaun, bónusa ogfríðindi hjá stjórnendum fyrirtækja sem lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í, vill stjórnVM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, beina þeim tilmælum til stjórnarmanna í lífeyrissjóðumfélagsmanna VM, að þeir grípi strax til róttækra aðgerða og láti viðkomandi sjóð selja hlutabréfí þeim fyrirtækjum sem um ræðir.

þriðjudagur, 4. febrúar 2014

Útskriftarnemar í vél - og málmtæknigreinum athugið!

VM auglýsir eftir umsóknum um styrki frá nemum á útskriftarári í vél - og málmtæknigreinum árið 2014. Styrkirnir eru 12 talsins, hver að upphæð kr. 100.000. Dregið verður úr innsendum umsóknum. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og niðurstöður verða tilkynntar um miðjan mars.

föstudagur, 31. janúar 2014

Stjórnarkjör VM 2014

Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna kjörs til stjórnar VM, tímabilið 2014 til 2016, er hafin og bréf með aðgangsorði hafa verið póstlögð.

miðvikudagur, 29. janúar 2014

Við minnum á félagsfundinn í kvöld

Fundur um stöðuna í kjaramálum  félagsins verður haldinn í kvöld kl. 20:00 í húsi félagsins að Stórhöfða 25, 3. hæðFundurinn verður sendur út gegnum heimasíðu félagsins. Smellið hér til að horfa á fundinn.

föstudagur, 24. janúar 2014

Félagsfundir VM – staða kjaramála

Fundir um stöðuna í kjaramálum verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum. Reykjavík: miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:00 að Stórhöfða 25, 3. hæð.  Fundurinn verður sendur út gegnum heimasíðu félagsins.

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Kjarasamningar VM við SA felldir

Kjarasamningar VM við SA, sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum, voru felldir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Um var að ræða kjarasamninga VM vegna starfa félagsmanna áalmennum vinnumarkaði í landi, þ.

mánudagur, 13. janúar 2014

Kosning um kjarasamning

Rafræn kosning um kjarasamning sem undirritaður var þann 21. desember s.l. er að hefjast.Bréf með aðgangsorði hafa verið póstlögð og ættu að fara að berast þeim sem eru ákjörskrá.Samningurinn nær til starfa félagsmanna VM á almennum vinnumarkaði í landi, þ.

föstudagur, 10. janúar 2014

Félagsfundur VM í Reykjavík

VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, hóf kynningarátak vegna nýgerðs kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins með félagsfundi í Reykjavík þann 9. Janúar s.l. Aðrir kynningarfundir verða sem hér segir: á Akureyri mánudaginn 13. janúar kl: 20:00 að Skipagötu 14, 5. Hæð á Selfossi þriðjudaginn 14. janúar kl.

föstudagur, 3. janúar 2014

Kynningarfundir vegna nýgerðs kjarasamnings

Kynningarfundir vegna nýgerðs kjarasamnings á almennum vinnumarkaði verða haldnir á eftirtöldum stöðum: ReykjavíkFimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00 að Stórhöfða 25 - 3. hæð    Fundurinn verður sendur út gegnum fjarfundarbúnað.