Fréttir 2014

þriðjudagur, 22. apríl 2014

Minnisblað Verðlagsstofu vegna beinnar sölu á markaði

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur, í samráði við fulltrúa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmann, tekið saman minnisblað um fyrirkomulag sem kallað hefur verið bein sala á markaði. En eitthvað er um að útgerðarmenn hafi þennan hátt á til að nýta greiðslukerfi markaðanna og fá öruggar greiðslur fyrir fiskinn.

mánudagur, 7. apríl 2014

Aðalfundur VM 2014

Aðalfundur VM var haldinn þann 4. apríl 2014 á Grand Hótel í Reykjavík. Á fundinum voru 67 félagsmenn auk 6 starfsmanna VM. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

mánudagur, 31. mars 2014

Aðalfundur VM – reikningar og ársskýrsla

Aðalfundur VM verður haldinn þann 4. apríl 2014 á Grand Hótel í Reykjavík. Fundurinn verður í sal sem nefndur er Hvammur og hefst klukkan 17:00. Reikningar félagsins ásamt skýrslu stjórnar liggja frammi á skrifstofu félagsins.

föstudagur, 21. mars 2014

Umsjónarmaður sumarhúsa

VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna óskar að ráða til starfa umsjónarmann sumarhúsa félagsins.Æskilegt er að viðkomandi búi á Laugarvatni eða Suðurlandi en það er þó ekki skilyrði. Starfið felst í umsjón með rekstri sumarhúsa og íbúða félagsins.

föstudagur, 14. mars 2014

Námsstyrkur til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum árið 2014

Í gær var dregið úr innsendum umsóknum um námsstyrk til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum árið 2014, alls bárust 48 umsóknir. Eftirtaldir hlutu styrk: Atli Fannar Eðvaldsson, Verkmenntaskólinn á AkureyriBirkir Guðni Guðnason, Tækniskólinn /VéltækniskólinnBjörgvin Valdimarsson, Verkmenntaskólinn á Akureyri Halldór Smári Elíasson, Tækniskólinn /VéltækniskólinnJón Kristján Arnarson, Tækniskólinn /VéltækniskólinnKristleifur Leosson, BorgarholtsskóliÓðinn Arngrímsson,  Verkmenntaskólinn á AkureyriSigfríður Pálína Konráðsdóttir, Iðnskólinn í HafnarfirðiSigurður Snorri Jónsson, BorgarholtsskóliSigurjón Hilmar Jónsson, Verkmenntaskólinn á AkureyriSmári Sigurgrímsson , Tækniskólinn /VéltækniskólinnSnorri Björn Atlason, Verkmenntaskólinn á Akureyri Sendur hefur verið tölvupóstur á þá heppnu, ef tölvupósturinn hefur ekki borist sendið þá póst á aslaug@vm.

föstudagur, 7. mars 2014

Kjarasamningar VM við SA samþykktir

Kjarasamningar VM við SA, sem undirritaðir voru í febrúar síðastliðnum, voru samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Um var að ræða kjarasamninga VM vegna starfa félagsmanna áalmennum vinnumarkaði í landi, þ.

þriðjudagur, 4. mars 2014

VM barst gjöf frá félagsmanni

Tveir heiðursmenn komu á skrifstofu VM þann 4.mars og færðu félaginu listaverk að gjöf eftir Einar Marínó Magnússon. Með Einari Marínó í för var Sverrir Axelsson vélstjóri. Guðmundur Ragnarsson formaður VM veitti listaverkinu móttöku fyrir hönd félagsins.

föstudagur, 21. febrúar 2014

Sáttatillaga ríkissáttasemjara

Samninganefndir VM hafa ákveðið að senda sáttatillögu ríkissáttasemjara til afgreiðslufélagsmanna VM á almennum markaði í landi. Þ.e. málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna ogvélstjóra sem starfa á Almennum kjarasamningi VM við SA, ásamt þeim sem stafa á samningumfélagsins við orkufyrirtæki.