Fréttir 2014

miðvikudagur, 18. júní 2014

Samkomulag um þjálfun um borð í skipum

Í morgun undirritaði Tækniskólinn, LÍÚ og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), fyrir höndkaupskipaútgerða, samning um starfsþjálfun skip- og vélstjórnarnema. Fyrirkomulag þjálfunarinnar fer eftir þjálfunarbókum International Shipping Federation (ISF), sem byggir á alþjóðasamþykkt um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW).

fimmtudagur, 12. júní 2014

Hækkun á endurmenntunargjaldi

Hækkun framlags til fræðslu- og starfsmenntasjóðs iðnaðarmanna  um 0,1% tekur gildi þann 1. júní 2014. Gjaldið fer því úr 0,4% í 0,5%. Hækkun þessi er samkvæmt kjarasamningi VM við SA.

þriðjudagur, 10. júní 2014

Neistinn 2014

Á sjómannadaginn var Neistinn, viðurkenning VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf veitt í tuttugasta og annað sinn. Guðni Þór Elísson, yfirvélstjóri á Jóni Kjartanssyni, hlaut viðurkenninguna í ár.

föstudagur, 6. júní 2014

Nýr aðaltrúnaðarmaður í ÍSAL

Nýr aðaltrúnaðarmaður var kosinn í ÍSAL, álverinu í straumsvík, miðvikudaginn 4.júní s.l. Sigurður Halldórsson var kosinn nýr aðaltrúnaðarmaður fyrir hönd stéttarfélaga á svæðinu. Sigurður tekur við af Gylfa Ingvarssyni sem lætur af störfum vegna aldurs.

föstudagur, 30. maí 2014

Tilraun til að koma á stöðugleika mistókst

Þann 28. maí s.l. ályktaði miðstjórn ASÍ eftirfarandi um kjaramál Aðildarfélög ASÍ gerðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins um síðustu áramót sem ætlað var að stuðla að stöðugleika í gengi og verðlagi.

fimmtudagur, 15. maí 2014

Kjarasamningur VM við Faxaflóahafnir samþykktur

Kjarasamningur VM við Faxaflóahafnir var samþykktur í kosningu sem lauk í dag.Samningurinn var undirritaður þann 8. maí og er á svipuðum nótum og samningarsem gerðir hafa verið undanfarið, en með launaflokkaröðun og nýrri launatöflu.

fimmtudagur, 15. maí 2014

IÐAN fræðslusetur flytur í Vatnagarða 20

Föstudaginn 16. maí nk. flytur IÐAN fræðslusetur starfsemi sína í nýtt húsnæði að Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Skrifstofur IÐUNNAR verða lokaðar allan daginn 16. maí. Við opnum svo stundvíslega kl. 9:00 mánudaginn 19. maí í Vatnagörðum 20. Aðstaða bílgreinasviðs IÐUNNAR að Gylfaflöt 19 verður á sínum stað til mánaðarmóta.

mánudagur, 12. maí 2014

Nýr umsjónarmaður orlofshúsa.

Ebba Ólafía Ásgeirsdóttir hefur hafið störf sem umsjónarmaður orlofshúsa VM.Ebba Lóa, eins og hún er kölluð, er vön umsjón orlofshúsa frá því hún starfaði í Ölfusborgum fyrir nokkrum árum. Ebba Lóa er ekki staðsett á skrifstofu félagsins en hægt er að ná í hana í síma 575 9816.Við bjóðum Ebbu Lóu velkomna til starfa hjá VM.

miðvikudagur, 7. maí 2014

Félagsfundur á Ísafirði

Félagsfundur verður haldinn á Ísafirði miðvikudaginn 14. maí kl. 12:00 í Guðmundarbúð. Boðið verður upp á súpu á fundinum. Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta.

miðvikudagur, 30. apríl 2014

Nýjar áherslur í kjaraviðræðum ASÍ og SA

Á fundi samninganefndar ASÍ með SA þriðjudaginn 29. apríl 2014 setti Alþýðusamband Íslands fram kröfu um breyttar áherslur í komandi kjaraviðræðunum. Ljóst er að tilraun til þess að gera stöðugleikasamning til lengri tíma er í uppnámi.