Fréttir 2014
fimmtudagur, 18. desember 2014
Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum.
Akureyri 29. desember kl. 16:00 Fundarstaður: Strikið
Reykjavík 30. desember kl. 13:00 Vélstjórar á farskipum kl.
fimmtudagur, 18. desember 2014
Opnunartími á skrifstofu VM um jól og áramót.
Þriðjudaginn 23.des. frá kl. 08:00 – 12:00 Mánudaginn 29.des. frá kl. 08:00 – 16:00. Þriðjudaginn 30.des. frá kl. 08:00 – 16:00. Lokað er 24. des.og 31. des.
miðvikudagur, 17. desember 2014
Eins og undanfarin ár ákvað stjórn VM að færa nokkrum hjálparsatökum styrk fyrir þessi jól. Ákveðið var að styrkupphæð skyldi vera samtals 1,1 milljón og skiptast á Hjálparstofnunar Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík og Samstarfs Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð.
mánudagur, 8. desember 2014
VM hefur undanfarið staðið fyrir vinnustaðafundum. Fundirnir eru liður í undirbúningi félagsins fyrir komandi kjaraviðræður í landi. Sem liður í þessum undirbúningi verður haldinn fundur á Grand Hótel Reykjavík 10. desember kl 12:00. Fundurinn fer fram í Háteig B á 4. hæð.
föstudagur, 5. desember 2014
Grein eftir Hörpu Ólafsdóttir, formann stjórnar Gildis lífeyrissjóðs, á heimasíðu Gildis. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar eru áform um að fella niður greiðslur sem ætlaðar eru til jöfnunar á örorkulífeyrisbyrði lífeyrissjóðanna.
fimmtudagur, 4. desember 2014
Dagbækur VM fyrir árið 2015 eru komnar. Félagsmenn geta komið við á skrifstofu félagsins, í Reykjavík eða á Akureyri og fengið eintak eða haft sambandi við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.
miðvikudagur, 3. desember 2014
Vinningshafi happdrættis kjarakönnunar VM 2014 er Davíð Þór Björnsson. VM óskar Davíð og fjölskyldu hans til hamingju með vinninginn sem er helgarferð fyrir tvo að andvirði kr. 200.000.
VM fól Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunarinnar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi.
mánudagur, 1. desember 2014
Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út mánudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er mánudaginn 15.desember.
þriðjudagur, 25. nóvember 2014
VM hefur undanfarið staðið fyrir vinnustaðafundum. Fundirnir eru liður í undirbúningi félagsins fyrir komandi kjaraviðræður. Fram til þessa hefur verið fundað með starfsmönnum á vélaverkstæði Eimskipa, hjá Össur, ÍSAL, Hamri Grundartanga og hjá Landsvirkjun, í Sogstöð og Búrfellsstöð.
þriðjudagur, 18. nóvember 2014
Íslandsmótið í málmsuðu verður haldið í Iðnskólanum í hafnarfirði 22. Nóvember n.k.Skráning keppenda er hafin .Upplýsingar veita Jón Þór Sigurðsson í síma 8935548 eða jon@tekn.is og Sigurjón Jónsson í síma 8400925 eða sigurjon@framtak.