3.12.2014

Vinningshafi happdrættis kjarakönnunar VM 2014

Vinningshafi happdrættis kjarakönnunar VM 2014 er Davíð Þór Björnsson.
VM óskar Davíð og fjölskyldu hans til hamingju með vinninginn sem er helgarferð fyrir tvo að andvirði kr. 200.000.

VM fól Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunarinnar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi.

Könnunin tók til september launa 2014.

Bréf var sent á alla þátttakendur. Könnunin var síðan send á netföng félagsmanna, sem eru á netfangalista VM. Þ.e. þeir fengu sendan tölvupóst með hlekk á könnunina.
Hringt var í þá sem ekki voru á netfangalista félagsins og þeim boðið að fá könnunina senda í tölvupósti eða að svara í síma, hafi þeir ekki með netfang.

Félagsmenn voru hvattir til að taka þátt. Kjarakannanir nýta félagsmenn til að bera kjör sín saman við kjör annarra á sama starfssviði. Könnunin er einnig grunnur að starfi félagsins í kjaramálum. Áreiðanleiki könnunarinnar byggist á því að sem mest þátttaka sé.

Happdrætti. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru sjálfkrafa með í happdrætti þar sem
vinningurinn var helgarferð fyrir tvo að andvirði kr. 200.000.