Fréttir 06 2014

föstudagur, 27. júní 2014

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM og maka þeirra var farinþann 26. Júní. Farin var dagsferð um Hvalfjörð ogupp á Akranes.  Ekið var sem leið liggur um Hvalfjörð, þar sem gömulsteinbrú var skoðuð skoðuð og litið á ýmsa sögustaðiáður en stoppað var við Hótel Glym, þar sem borðaður var hádegisverður.

miðvikudagur, 18. júní 2014

Samkomulag um þjálfun um borð í skipum

Í morgun undirritaði Tækniskólinn, LÍÚ og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), fyrir höndkaupskipaútgerða, samning um starfsþjálfun skip- og vélstjórnarnema. Fyrirkomulag þjálfunarinnar fer eftir þjálfunarbókum International Shipping Federation (ISF), sem byggir á alþjóðasamþykkt um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW).

fimmtudagur, 12. júní 2014

Hækkun á endurmenntunargjaldi

Hækkun framlags til fræðslu- og starfsmenntasjóðs iðnaðarmanna  um 0,1% tekur gildi þann 1. júní 2014. Gjaldið fer því úr 0,4% í 0,5%. Hækkun þessi er samkvæmt kjarasamningi VM við SA.

þriðjudagur, 10. júní 2014

Neistinn 2014

Á sjómannadaginn var Neistinn, viðurkenning VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf veitt í tuttugasta og annað sinn. Guðni Þór Elísson, yfirvélstjóri á Jóni Kjartanssyni, hlaut viðurkenninguna í ár.

föstudagur, 6. júní 2014

Nýr aðaltrúnaðarmaður í ÍSAL

Nýr aðaltrúnaðarmaður var kosinn í ÍSAL, álverinu í straumsvík, miðvikudaginn 4.júní s.l. Sigurður Halldórsson var kosinn nýr aðaltrúnaðarmaður fyrir hönd stéttarfélaga á svæðinu. Sigurður tekur við af Gylfa Ingvarssyni sem lætur af störfum vegna aldurs.