Fréttir 04 2014
miðvikudagur, 30. apríl 2014
Á fundi samninganefndar ASÍ með SA þriðjudaginn 29. apríl 2014 setti Alþýðusamband Íslands fram kröfu um breyttar áherslur í komandi kjaraviðræðunum. Ljóst er að tilraun til þess að gera stöðugleikasamning til lengri tíma er í uppnámi.
þriðjudagur, 22. apríl 2014
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur, í samráði við fulltrúa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmann, tekið saman minnisblað um fyrirkomulag sem kallað hefur verið bein sala á markaði. En eitthvað er um að útgerðarmenn hafi þennan hátt á til að nýta greiðslukerfi markaðanna og fá öruggar greiðslur fyrir fiskinn.
mánudagur, 7. apríl 2014
Aðalfundur VM var haldinn þann 4. apríl 2014 á Grand Hótel í Reykjavík.
Á fundinum voru 67 félagsmenn auk 6 starfsmanna VM. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.