Fréttir 03 2014

mánudagur, 31. mars 2014

Aðalfundur VM – reikningar og ársskýrsla

Aðalfundur VM verður haldinn þann 4. apríl 2014 á Grand Hótel í Reykjavík. Fundurinn verður í sal sem nefndur er Hvammur og hefst klukkan 17:00. Reikningar félagsins ásamt skýrslu stjórnar liggja frammi á skrifstofu félagsins.

föstudagur, 21. mars 2014

Umsjónarmaður sumarhúsa

VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna óskar að ráða til starfa umsjónarmann sumarhúsa félagsins.Æskilegt er að viðkomandi búi á Laugarvatni eða Suðurlandi en það er þó ekki skilyrði. Starfið felst í umsjón með rekstri sumarhúsa og íbúða félagsins.

föstudagur, 14. mars 2014

Námsstyrkur til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum árið 2014

Í gær var dregið úr innsendum umsóknum um námsstyrk til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum árið 2014, alls bárust 48 umsóknir. Eftirtaldir hlutu styrk: Atli Fannar Eðvaldsson, Verkmenntaskólinn á AkureyriBirkir Guðni Guðnason, Tækniskólinn /VéltækniskólinnBjörgvin Valdimarsson, Verkmenntaskólinn á Akureyri Halldór Smári Elíasson, Tækniskólinn /VéltækniskólinnJón Kristján Arnarson, Tækniskólinn /VéltækniskólinnKristleifur Leosson, BorgarholtsskóliÓðinn Arngrímsson,  Verkmenntaskólinn á AkureyriSigfríður Pálína Konráðsdóttir, Iðnskólinn í HafnarfirðiSigurður Snorri Jónsson, BorgarholtsskóliSigurjón Hilmar Jónsson, Verkmenntaskólinn á AkureyriSmári Sigurgrímsson , Tækniskólinn /VéltækniskólinnSnorri Björn Atlason, Verkmenntaskólinn á Akureyri Sendur hefur verið tölvupóstur á þá heppnu, ef tölvupósturinn hefur ekki borist sendið þá póst á aslaug@vm.

föstudagur, 7. mars 2014

Kjarasamningar VM við SA samþykktir

Kjarasamningar VM við SA, sem undirritaðir voru í febrúar síðastliðnum, voru samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Um var að ræða kjarasamninga VM vegna starfa félagsmanna áalmennum vinnumarkaði í landi, þ.

þriðjudagur, 4. mars 2014

VM barst gjöf frá félagsmanni

Tveir heiðursmenn komu á skrifstofu VM þann 4.mars og færðu félaginu listaverk að gjöf eftir Einar Marínó Magnússon. Með Einari Marínó í för var Sverrir Axelsson vélstjóri. Guðmundur Ragnarsson formaður VM veitti listaverkinu móttöku fyrir hönd félagsins.