Fréttir 12 2013

mánudagur, 23. desember 2013

Kjarasamningur undirritaður

VM undirritaði svokallaðan aðfarasamning, ásamt öðrum aðildarsamtökum ASÍ, þann 21. desember s.l.. Samningurinn gildir út árið 2014 og nær til allra starfa félagsmanna VM á almennum vinnumarkaði í landi.

föstudagur, 20. desember 2013

Opnunartími skrifstofu VM yfir hátíðarnar

Mánudaginn 23.des Þorláksmessu frá kl. 8:00 til kl. 12:00. Þriðjudaginn 24.des aðfangadag lokað. Föstudaginn 27.des frá kl. 8:00 til kl. 15:00. Mánudaginn 30.des frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Þriðjudaginn 31.des gamlársdag lokað.

fimmtudagur, 19. desember 2013

Félagsfundir VM um jól og áramót

Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum.     Akureyri 27. desember kl. 16:00. Fundarstaður: Bryggjan, Strandgötu 49.     Reyðarfjörður 28. Desember kl. 12. Fundarstaður: Tærgesen, Búðargötu 4.     Reykjavík 30. desember kl.

miðvikudagur, 18. desember 2013

Skrifstofa VM

Skrifstofa VM verður lokuð fimmtudaginn 19.desember á milli kl. 12 og 14 vegna jólahlaðborðs starfsmanna. Vinsamlegast hringið fyrir kl. 12 eða eftir kl. 14, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið vm@vm.

þriðjudagur, 10. desember 2013

Útgreiðsla styrkja í desember

Rétt eins og undan farin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út föstudaginn 20.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er mánudaginn 16.desember.

þriðjudagur, 10. desember 2013

Dagbækur VM 2014

Dagbækur VM fyrir árið 2014 eru komnar. Félagsmenn geta komið við á skrifstofu félagsins, í Reykjavík eða á Akureyri og fengið eintak eða haft sambandi við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.

mánudagur, 9. desember 2013

Styrkir VM til hjálparsamtaka fyrir jólin 2013

Stjórn VM samþykkti á fundi sínum þann 21. nóvember s.l. að veita Hjálparstarfi kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í samstarfi hjálparsamtaka á Akureyri ( Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf Kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauði Krossinn við Eyjafjörð) fjárhagslegan stuðning fyrir jólin, samtals að upphæð 1.300.000 kr.

fimmtudagur, 5. desember 2013

Kjaraviðræðum hætt

Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því aðleggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrðifreistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lágriverðbólgu.

fimmtudagur, 5. desember 2013

Fundur uppstillingarnefndar VM

VM boðar til félagsfundar þann 12. desember n.k. kl. 20:00 í VM húsinu, stórhöfða 25, Reykjavík. Dagskrá Kynning á tillögu uppstillingarnefndar um framboð til stjórnar, varastjórnar og fulltrúaráðs VM fyrir tímabilið 2014 til 2016 og framboð til formanns VM tímabilið 2014 til 2018. Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út á fundinum en allir félagsmenn sem ekki eruá lista uppstillingarnefndar geta boðið sig fram hafi þeir stuðning 20 fullgildra félagsmanna VM.

miðvikudagur, 4. desember 2013

Aukin þjónusta við félagsmenn á Norðurlandi

Eydís Bjarnadóttir á skrifstofu stéttarfélaga, Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 3.hæð er starfsmaður VM á Akureyri.Nú hefur sú breyting átt sér stað að félagsmenn geta bókað og  greitt orlofshús á skrifstofunni á Akureyri ásamt því að fá  afhenta lykla að íbúðum VM í Reykjavík.