þriðjudagur, 10. desember 2013
Dagbækur VM fyrir árið 2014 eru komnar. Félagsmenn geta komið við á skrifstofu félagsins, í Reykjavík eða á Akureyri og fengið eintak eða haft sambandi við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.
mánudagur, 9. desember 2013
Stjórn VM samþykkti á fundi sínum þann 21. nóvember s.l. að veita Hjálparstarfi kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í samstarfi hjálparsamtaka á Akureyri ( Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf Kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauði Krossinn við Eyjafjörð) fjárhagslegan stuðning fyrir jólin, samtals að upphæð 1.300.000 kr.
fimmtudagur, 5. desember 2013
Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því aðleggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrðifreistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lágriverðbólgu.
fimmtudagur, 5. desember 2013
VM boðar til félagsfundar þann 12. desember n.k. kl. 20:00 í VM húsinu, stórhöfða 25, Reykjavík.
Dagskrá
Kynning á tillögu uppstillingarnefndar um framboð til stjórnar, varastjórnar og fulltrúaráðs VM
fyrir tímabilið 2014 til 2016 og framboð til formanns VM tímabilið 2014 til 2018.
Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út á fundinum en allir félagsmenn sem ekki eruá lista uppstillingarnefndar geta boðið sig fram hafi þeir stuðning 20 fullgildra félagsmanna VM.
miðvikudagur, 4. desember 2013
Eydís Bjarnadóttir á skrifstofu stéttarfélaga, Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 3.hæð er starfsmaður VM á Akureyri.Nú hefur sú breyting átt sér stað að félagsmenn geta bókað og greitt orlofshús á skrifstofunni á Akureyri ásamt því að fá afhenta lykla að íbúðum VM í Reykjavík.