Fréttir 11 2013

fimmtudagur, 21. nóvember 2013

Sögufölsun SA

Samtök atvinnulífsins setja fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Í þeim er með sérlega ósmekklegum hætti látið í það skína að kröfur launafólks um launahækkanir séu ástæða hárrar verðbólgu á Íslandi.

fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Íslandsmótið í málmsuðu

Íslandsmótið í málmsuðu var haldið í Borgarholtsskóla laugardaginn 9. nóvember sl. og hófst keppnin kl 8:00 og stóð til kl 12:00.Landvélar ehf var aðalstyrktaraðili keppninnar. Keppt er í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara, en þær eru: Pinnasuða, Mag suða svart, Tig suða svart, Logsuða, Tig suða ryðfrítt og Mag suða ryðfrítt.

mánudagur, 11. nóvember 2013

Gildi - sjóðfélagafundur

Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 17:00 á Grand Hótel, Reykjavík. Kynnt verður staða og starfsemi sjóðsins auk kynningar á nýjum vef lífeyrissjóðanna, Lífeyrisgáttinni, lifeyrisgattin.

föstudagur, 8. nóvember 2013

Ný leiktæki á Laugarvatni

Ný leiktæki hafa verið sett upp á orlofssvæði VM á Laugarvatni. Þessi myndarlegi kastali hefur nú verið tekinn í notkun og á eflaust eftir að kæta margar litlar sálir á meðan dvöl á orlofssvæðinu stendur.