Fréttir 10 2013

fimmtudagur, 31. október 2013

Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar

Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar verða lífeyrissjóðir landsins með opið hús þriðjudaginn 5. nóvember 2013. Þar verður hægt að fá upplýsingar um lífeyrisréttindi og gefst sjóðfélögum kostur á að kynna sér Lífeyrisgáttina betur og ræða um lífeyrisréttindi sín.

mánudagur, 21. október 2013

Ný skýrsla um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

Á vegum Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur verið tekið saman mikið efni um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Aðdragandi þess að ráðist var í þessa vinnu var vilji til þess að stíga skref í átt til þeirrar vinnubragða sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum við undirbúning og gerð kjarasamninga.

föstudagur, 11. október 2013

Bleikur dagur hjá VM

Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Þennan dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

mánudagur, 7. október 2013

Kjararáðstefna VM 2013

Kjararáðstefna VM var haldin dagana 4. og 5. október á Hótel Selfossi. Ráðstefnan var lokaáfangi 18 mánaða vinnu félagsins við undirbúning komandi kjaraviðræðna. Á félagsfundi í lok ráðstefnunnar var samþykkt einróma að félagið færi eitt fram í viðræðum um launaliði samninga í komandi kjaraviðræðum.