Fréttir 09 2013
föstudagur, 20. september 2013
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á kjararáðstefnu VM!
Ráðstefnan verður sett kl. 15:00 föstudaginn 4.október og verður svo framhaldið á laugardeginum, sem endar með kvöldmat og balli um kvöldið.
föstudagur, 13. september 2013
Nú síðdegis, þann 13. september 2013, verður viðhorfskönnun send á félagsmenn VM.
Með könnuninni er verið að athuga viðhorf félagsmanna til þess hvort félagið eigi að fara sjálfstætt fram með launakröfur í komandi kjarasamningum, eða sameiginlega með öðrum félögum innan ASÍ.
þriðjudagur, 3. september 2013
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 2. september 2013 var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á karfa í viðskiptum milli skyldra aðila um 5%. Jafnframt var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila um 3%.