föstudagur, 24. maí 2013
Hönnuðu og smíðuðu próteinskilju fyrir rækjuiðnaðinn
Tveir nemendur í vélstjórn í VMA, Axel S. Eyjólfsson og Unnar B. Egilsson, sem báðir eru frá Sauðárkróki, hafa hannað og smíðað próteinskilju sem lokaverkefni sitt. Þetta er sannarlega metnaðarfullt verkefni og ef að líkum lætur mun skilvindan verða til þess að vinna megi verðmætt prótein úr affallsvatni í rækjuvinnslu.