23.4.2013

Reynir á verslunina að skila jafn hratt og hún tók

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í samtali við Smuguna að vænta megi verðhjöðnunar í næstu mælingum Hagstofunnar. Hann segir að síðasta verðbólgumæling hafi sýnt meiri verðbólgu en búist hefði verið við. „Krónan hefur ekki verið jafn sterk í ár. Við höfum að einhverju leyti séð þetta í verðlaginu. En það má búast við að verðbólgan fari niður fyrir þrjú prósent á 12 mánaða grunni á næstunni“. Hann segir að ASÍ hafi sýnt versluninni aðhald, til að mynda með átakinu „Vertu á verði“. Verslunin sjálf ræði um lækkanir á tollum, „sem í sjálfur sér er mikilvægt,“ en neytendur eigi líka að njóta góðs af styrkingu krónunnar.

Nánar á vef Smugunnar