29.4.2013

Hátíðarhöld á 1. maí

Kröfuganga og útifundur á Ingólfstorgi. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13:00 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10 og stendur til kl. 15:00.

Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi.

VM býður félagsmönnum upp á kaffi í Gullhömrum Grafarholti, í Reykjavík, að útifundi loknum milli kl. 15:15 og 17:00.