26.4.2013

Bilun kom upp í þyrlu LHG á leið í útkall

Bilun kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar,  þegar hún var á leið í útkall kl. 14:37 fimmtudaginn 25. apríl og varð tafarlaust að lenda þyrlunni. Að sögn flugstjóra gekk lending vel og eru allir heilir á húfi. Ingibjörg, björgunarskip SL á Höfn í Hornafirði var þá kallað út og sótti það um kl. 16:00 veikan skipverja um borð í fiskiskip sem staðsett var um 10 sjómílur frá landi. Kom björgunarskipið til hafnar um kl. 16:30 og flutti sjúkraflugvél manninn frá Höfn til Reykjavíkur.

Er Landhelgisgæslan því nú aðeins með eina þyrlu, Syn til taks og er hún með takmarkaða björgunargetu. Líf er í reglubundinni skoðun og Gná biluð.  Landhelgisgæslan hefur ítrekað bent á þörfina fyrir endurnýjun þyrluflotans. Gná og Syn eru báðar leiguþyrlur, Syn verður skilað í haust en Gná á næsta ári. Stefnir þá allt í að aðeins verði  ein þyrla, Líf í rekstri Landhelgisgæslunnar.

Sjá frétt á vef Landhelgisgæslunnar