8.3.2013

Laus störf hjá Actavis og BAADER Ísland

Actavis auglýsir eftir tæknimanni og BAADER Ísland eftir rennismið. 

Actavis  leitar eftir tæknimanni til að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi, viðgerðum, eftirliti og breytingum á tækjabúnaði framleiðslu- og rannsóknarsviðs, auk skiptinga milli vörutegunda og uppstart á pökkunarlínum og þátttöku í gildingarvinnu og kvörðunum á tækjabúnaði Actavis
Gerðar eru kröfur um vélfræði- eða vélvirkjamenntun og reynslu af viðgerðum á vélbúnaði, stýringum og rafbúnaði (nauðsynlegt), auk hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og góða ensku- og tölvukunnáttu.

Sjá atvinnuauglýsingu Actavis

BAADER Ísland leitar að rennismið til að vinna að almennri rennismíði. Gerðar eru kröfur um sveinspróf í rennismíði og reynslu af notkun CNC rennibekkja og fræsivéla.

Sjá atvinnuauglýsingu BAADER Ísland

 

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2014-2015 stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. 
Hægt er að kjósa til kl.11 fimmtudaginn 3. apríl en þann dag fer aðalfundur SA 2014 fram í Hörpu kl. 12.30-13.15. Ársfundur atvinnulífsins 2014 fer fram síðar sama dag í Hörpu kl. 14-16.
Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.