Fréttir 03 2013

miðvikudagur, 27. mars 2013

Ráðstefna um framtíð fasteignalána á Íslandi

Samtök fjármálafyrirtækja standa ásamt ASÍ og Íbúðalánasjóði fyrir ráðstefnu um framtíð húsnæðislána á Íslandi 4. apríl næstkomandi á Hilton Nordica. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar úr ólíkum áttum varpa fram sýn sinni á stöðu mála á íslenska fasteignalánamarkaðnum og hvaða leiðir eru færar til úrbóta.

föstudagur, 8. mars 2013

Nöfn útskriftarnema sem hlutu námsstyrk

Í dag var dregið úr innsendum umsóknum um námsstyrk til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum árið 2013:Eftirtaldir hlutu styrk:Agnar Ari Böðvarsson  VMAÁrni Hermannsson  VéltækniskólinnÁrni S. Halldórsson  BorgarholtsskóliBirgir Þór Jóhannsson  VéltækniskólinnBjörgvin Hlynsson  VéltækniskólinnDagur Egilsson   BorgarholtsskóliDaníel Snær Bergsson  VMAGrétar Ófeigsson  VéltækniskólinnGuðmundur Ólafsson  VMAGunnar Helgi Birgisson  VéltækniskólinnHallur Einarsson  TækniskólinnHjalti Kristinn Unnarsson VéltækniskólinnHjalti Magnússon  VMAIngólfur Ágústsson  VéltækniskólinnIngvar Jóhannsson  BorgarholtsskóliJón Ingi Þorgrímsson  VéltækniskólinnÓlafur F.

föstudagur, 8. mars 2013

Laus störf hjá Actavis og BAADER Ísland

Actavis auglýsir eftir tæknimanni og BAADER Ísland eftir rennismið.  Actavis  leitar eftir tæknimanni til að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi, viðgerðum, eftirliti og breytingum á tækjabúnaði framleiðslu- og rannsóknarsviðs, auk skiptinga milli vörutegunda og uppstart á pökkunarlínum og þátttöku í gildingarvinnu og kvörðunum á tækjabúnaði Actavis Gerðar eru kröfur um vélfræði- eða vélvirkjamenntun og reynslu af viðgerðum á vélbúnaði, stýringum og rafbúnaði (nauðsynlegt), auk hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og góða ensku- og tölvukunnáttu.