7.2.2013
Akkur styrktar- og menningarsjóður VM
Akkur styrktar- og menningarsjóður VM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki
- Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnu-umhverfi eða aðbúnaði félagsmanna VM og þróun námsefnis og kennsluaðferða til menntunar þeirra.
- Til ýmiss konar brautryðjenda- og þróunarstarfs sem hefur samfélagslegt gildi, menningarstarfsemi eða listsköpunar.
- Einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir geta sótt um styrk úr sjóðnum.
Umsóknir berist Akki, Styrktar- og menningarsjóði VM, eigi síðar en 9. mars 2013.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til greina.