12.12.2012

Styrkir VM til hjálparsamtaka fyrir jólin 2012

Stjórn VM samþykkti að veita Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd fjárhagslegan stuðning fyrir jólin. Samþykkt var að veita Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð kr. 800.000 og Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð kr. 400.000.
Í aðdraganda jólanna aðstoða bæði samtökin þá sem til þeirra leita um allt land.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, afhenti styrkina þann 12.desember.