28.12.2012

Horft til hafs

Í tilefni af 75 ára afmæli Sjómannadagsráðs þann 25. nóvember 2012 lét Sjómannadagsráð gera afsteypu af listaverkinu Horft til hafs eftir Inga Þ. Gíslason. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannaráðs afhenti VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna eintak að gjöf á félagsfundi með sjómönnum í gærkvöldi, Guðmundur Ragnarsson veitti styttunni viðtöku fyrir hönd VM.

Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði reisti minnisvarðann Horft til hafs, á hinum fornu fjörusteinum Reykjavíkur, í tilefni 80 ára afmælis Reykjavíkurhafnar og 60. sjómannadeginum, árið 1997.
Í virðingu og þökk við íslenska sjómannastétt.