Fréttir 11 2012
fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Í dag birtist í Fiskifréttum athugasemdir VM og SSÍ við herferð LÍÚ með yfirskriftinni um að ekki sé hægt að borga laun af hlut sem ríkið tekur.
Greinin er eftir þá Guðmund Ragnarsson, formann VM, og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands.
mánudagur, 26. nóvember 2012
VIRK og endurhæfingardeild Landspítalans að Laugarásvegi eru um þessar mundir að fara af stað með samstarfsverkefni með það að markmiði að byggja upp árangursríka starfsendurhæfingu fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á Íslandi.
fimmtudagur, 22. nóvember 2012
Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs þriðjudaginn 27. nóvember nk. kl. 17:00 á Grand Hótel, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Starfsemi Gildis og staða - Harpa Ólafsdóttir stjórnarformaður Gildis og Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri
2. Tryggingafræðilegar forsendur - hvað er verið að reikna ? - Vigfús Ásgeirsson tryggingafræðingur
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
föstudagur, 16. nóvember 2012
Á fundi Norræna vélstjórasambandsins (Nordiska Maskinbefälsfederationen -NMF), 5. og 6. nóvember 2012 í Stavanger, var samþykkt fréttatilkynning um notkun koltvísýrings (CO2) sem slökkvimiðils. NMF harmar að notkun koltvísýrings (CO2) sem slökkvimiðils um borð í skipum hafi ekki verið bönnuð.
miðvikudagur, 14. nóvember 2012
Landssamband eldri borgara og ASÍ efna til ráðstefnu um kjaramál og lífeyrismál eldri borgara fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl 13:00- 16:00 á Icelander Hótel Natura.
Frummælendur á ráðstefnunni verða:Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Stefán Ólafsson prófessor og formaður stjórnar Tryggingarstofnunar, Árni Gunnarsson f.
miðvikudagur, 7. nóvember 2012
Þörungaverksmiðjan ehf. óskar eftir að ráða vélstjóra á Gretti BA. Umsækjendur þurfa að hafa VS-3 réttindi. Helstu verkefni Grettis er öflun og flutningur hráefnis fyrir verksmiðju fyrirtækisins á Reykhólum.
mánudagur, 5. nóvember 2012
Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu var ráðstefna á Hótel Selfoss sem fór fram dagana 2. og 3. nóvember 2012.
Ráðstefnan var sett kl 13:00, föstudaginn 2. nóvember, með inngangi formanns VM og erindum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, um m.