Fréttir 10 2012

föstudagur, 26. október 2012

40. þing ASÍ

40. þing ASÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 17.-19. október 2012. Helstu málefni  þingsins voru húsnæðismál, atvinnumál þá nánar tiltekið mennta- og vinnumarkaðsmál og lífeyrismál.Miklar og fjörugar umræður voru um málefnin og skiptar skoðanir á hlutunum eins og von er á þegar svona stór hópur ræðir málin.

föstudagur, 26. október 2012

Frétt frá VIRK

Áfallasaga ofurkonu 24.október 2012  Sigríður Lárusdóttir Hún kemur til dyra svo einörð og hreinskiptin í fasi að mér finnst við alltaf hafa þekkst. Sigríður Lárusdóttir lífeindafræðingur, fædd 1964, hefur lent í miklum erfiðleikum undanfarna mánuði.

þriðjudagur, 16. október 2012

Fulltrúaráðsfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins

Í lok september kallaði stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins fulltrúaráð sitt til haustfundar. Í ljósi vaxandi umræðu í þjóðfélaginu um lífeyriskerfið og stöðu lífeyrissjóðanna vildi stjórnin leita eftir skoðunum fulltrúaráðsins.