Fréttir 09 2012
miðvikudagur, 19. september 2012
Þörungaverksmiðjan hf auglýsir eftir Yfirvélstjóra og viðhaldstjóra.
Starfið felst aðallega í vélstjórn og viðhaldi á þangflutningaskipinu Gretti BA, auk þess sem viðkomandi sér um viðhald á þangskurðarprömmum félagsins, viðhaldi í verksmiðjunni á Reykhólum og önnur tilfallandi störf hjá fyrirtækinu.
þriðjudagur, 18. september 2012
Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu er ráðstefna á Hótel Selfoss dagana 2. og 3. nóvember.
þriðjudagur, 11. september 2012
Fertugasta þing ASÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 17.-19. október 2012. Félagsmenn sem hafa tök á að sitja þingið hafi samband á vignir@vm.is.