Handbók Vélstjóra

Handbók vélstjóra, danska útgáfan, er einstök upplýsingaveita fyrir vélstjóra,  verkfræðinga og annað tæknimenntað fólk. Níunda útgáfa af Handbók Vélstjóra samanstendur af tveimur bindum, alls 1500 síður, sem fer yfir vítt og breytt svið tæknilegra upplýsinga og ferla sem eru hluti af daglegu lífi fyrir marga vélstjóra og verkfræðinga.

Miðað við áttundu útgáfu af handbókinni frá 1982 hefur fjölda nýrra kafla verið bætt við, til dæmis: gæðastjórnun, kerfisbundið viðhald, vökvar, NDE aðferðir, upplýsingatækni, stjórnun og lögfræði. Þetta gera viðbætur upp á ca. 250 síður í samanburði við fyrri útgáfu frá 1982.

Handbókin hefur frá upphaflegri útgáfu hennar árið 1917 verið mjög víðtæk og notuð meðal annars af vélstjórum, verkfræðingum og nánast öllu tæknifólki. Hér er í eina og sama ritinu hægt að finna svör við ýmsum tæknilegum málum sem og öðrum.

Bækurnar kosta samtals kr. 995 DKK (Danskar krónur) auk sendingakostnaðar.

Bækurnar er hægt að panta í gegnum bókabúð Maskinmesterskolens Boghandel með því að smella á krækjuna hér: maskinmesterskolens-boghandel.dk