Fræðslusjóður VM

Markmið sjóðsins er að efla almenna og faglega þekkingu og hæfni félagsmanna með því að styrkja þá til náms.

Réttur til styrkja úr sjóðnum er tvíþættur:

• allir félagsmenn eiga rétt á styrk vegna náms- og ferðakostnaðar að hámarki sem nemur grunnstyrk auk uppsöfnunar (sjá nánar hér að neðan)
• að auki eiga þeir félagsmenn sem vinnuveitendur greiða sérstaklega af í sjóðinn rétt á viðbótarstyrk (sjá nánar hér að neðan)

Grunnréttur og uppsöfnun

Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald í a.m.k. í 6 mánuði á undanförnum 9 mánuðum eiga rétt á styrk úr fræðslusjóði í samræmi við eftirfarandi:
Áunninn réttur helst í 3 ár eftir að félagsmaður er hættur störfum vegna aldurs eða örorku.

• grunnréttur ásamt uppsöfnuðum rétti getur aldrei orðið hærri en 225.000 kr.
• styrkir eru veittir til hvers kyns frístunda- og fagnáms
• réttur til styrkja fellur niður ef greiðslu félagsgjalds er hætt, nema að það sé vegna launamissis í námi eða vegna veikinda, slysa, sérstakra fría eða atvinnuleysis

Nýjar reglur fræðslusjóðs

Þann 01. maí  2014 fengu allir félagsmenn, sem greitt höfðu félagsgjald undanfarna 9 mánuði,
100 þúsund króna rétt.
Nýir félagsmenn fá grunnrétt kr. 100.000 þegar þeir hafa greitt í félagið í 6 mánuði

Réttindasöfnun

Hver félagsmaður safnar 25.þúsund krónum á ári.
Upphæðin bætist við rétt viðkomandi í ágústmánuði ár hvert. Miðað er við að félagsgjald hafi verið greitt í a.m.k. níu undanfarna mánuði.
Söfnun með upphafsrétti getur hæst orðið 225.000.
Réttur hverju sinni er grunnréttur (kr. 100.000) + uppsöfnun – úttekt.

Styrkir

tómstundanám: 60% af námskostnaði að hámarki þess sem réttur viðkomandi er hverju sinni.
fagnám: 75% af námskostnaði að hámarki þess sem réttur viðkomandi er hverju sinni.

Náms- og kynnisferðir erlendis
Styrkir til félagsmanna sem fara í náms- og kynnisferðir erlendis, skipulagðar af viðkomandi starfsmönnum til kynningar á tengdri starfsemi. Styrkurinn nemur 75% af flugfargjöldum, aðgangseyri að sýningum og ferðakostnaði til og frá sýningarsvæði að hámarki inneign félagsmanns í fræðslusjóði. Dagskrá ferðar skal vera tengd starfssemi og markmiði vinnustaðarins. Gera skal ráð fyrir að umfang fræðsludagskrár sé að  a.m.k. 2 dagar að lágmarki 10 klst.

Viðbótarréttur

Einungis þeir félagsmenn VM sem vinnuveitandi greiðir sérstaklega af í fræðslusjóð eiga rétt á viðbótarstyrk. Miðað er við að greiðslur vinnuveitanda nemi 1,1% af heildarlaunum starfsmanns. Ef samið er um lægra hlutfall, skerðast styrkir hlutfallslega

Viðbótarstyrkur nemur kr. 50.000 á ári með rétti til uppsöfnunar í fjögur ár. Viðbótarréttur getur þannig orðið kr. 200.000 ef ekkert er tekið út.
Viðbótarstyrkurinn er ætlaður til fagnáms og starfsþróunar.

Styrkhæf námskeið eru:

• Fagnámskeið IÐUNNAR Fræðslumiðstöðvar og Rafiðnaðarskólans.
• Tölvunámskeið hverju nafni sem þau nefnast.
• Námskeið/ráðstefnur um rekstur og stjórnun.
• Málanámskeið, þ.e. námskeið í erlendum málum og íslenskunámskeið hverskonar.
• Önnur námskeið sem metin eru styrkhæf.

Réttur til viðbótarstyrks stofnast þegar greiðslur byrja að berast frá vinnuveitanda og fellur niður þegar greiðslum vinnuveitanda vegna viðkomandi er hætt.

Frá Ríkisskattstjóra

Námsskeiðsstyrkir

Námskeiðsstyrkir eru skattskyldir, en heimilt að færa kostnað til frádráttar ef námskeiðið tengist starfi styrkþega.
Óheimilt er að færa frádrátt á móti styrkjum vegna námskeiða sem varða tómstundagaman eða annað það sem telst eingöngu persónulegur kostnaður.

Prenta út umsókn

Sækja um rafrænt