Starfsréttindi vélstjóra

Um störf vélstjóra á sjó gilda:

   Lög nr. 30/2007 eru um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra
   skipa.
   Reglugerð nr. 175/2008, er um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum
   og öðrum skipum.
   Lög nr 76/2001 eru um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.
   Reglugerð nr. 416/2003 er um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

Hér má sjá samhengi vélstjórnaráms, siglingatíma og réttinda

Markmið laga um áhafnir skipa er að tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra og efla varnir gegn mengun sjávar. Tvenn lög gilda um áhafnir íslenskra skipa sem skráð eru hér á landi. Lög um áhafnir farþega- og flutningaskipa og lög um áhafnir fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Markmiðum laganna skal náð með því að gera kröfur um menntun og þjálfun, aldur, siglingatíma, heilbrigði, sjón og heyrn þeirra sem starfa um borð og tryggja með því faglega hæfni áhafna miðað við stærð skips, verkefni og farsvið. Ísland er aðili að alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW), sem gildir fyrir kaupskip og farþegaskip með framdrifsafl yfir 750 kW.

Í iðnaðarlögum og lögum um áhafnir skipa er vísað til krafna um menntun sem eru útfærð nánar í námskrám. Í iðnaðarlögum (greinum 3, 9 og 10) eru tilgreind þau skilyrði sem fullnægja þarf til að fá leyfi til að reka iðnað og öðlast rétt til að kenna sig við löggilta iðngrein. Í þeim felst m.a. krafa um sveinspróf og/eða meistararéttindi. Í lögum um áhafnir skipa er vísað til þess að skólar sem uppfylla kröfur alþjóðasamþykktarinnar (STCW) annist menntun og þjálfun áhafna skipa. Menntamálaráðauneytið skal annast eftirlit með því að námskrár uppfylli alþjóðasamþyktina og Siglingastofnun skal hafa eftirlit merð gæðum kennslu.