VM er landsfélag sem er opið öllum sem lokið hafa viðurkenndu vélstjórnarnámi, iðnnámi í málm- og véltæknigreinum, bílgreinum, veiðafæragerð, báta- og skipasmíði svo og námsmönnum og öðrum þeim sem starfa í greinunum.
Tæknigreinar einkennast af stöðugum breytingum því tækniþróun er hröð. Við þær aðstæður lýkur enginn námi sem dugar honum alla ævi. Þá er mikilvægt að til staðar sé góð grunnmenntun og stöðug og markviss endurmenntun, sem auðveldar mönnum að tileinka sér nýungar.
Hlutverk VM á sviði fræðslumála er að stuðla að þróun þekkingar í starfsgreinunum og vinna a því, með aðilum á vinnumarkaði, stjórnvöldum og menntastofnunum að námsframboð verði ætíð í takt þarfir starfsgreinanna og félagsmanna.
VM rekur öflugan fræðslusjóð. Sjá nánar um fræðslusjóð hér
Fagmenn eiga að sýna frumkvæð og sækjast sjálfir eftir nýrri þekkingu og reynslu. Fjölmargar símenntunarstofnanir bjóða fjölbreytt nám. Svo er alltaf sá möguleiki að fara aftur í skóla, enda framboð á námi með vinnu og fjarnámi mun fjölbreyttari en áður.
VM er aðili að IÐUNNI fræðslusetri sem býður sérhæfð námskeið fyrir þá sem starfa í vél- og málmtækniiðnaði.
Sjá nánar um símenntun hér
Launþegum er það bæði rétt og skylt að kynna sér lög og reglur sem gilda um samskipti launþega og atvinnurekenda. Þjóðfélagsþróun undanfarið hefur haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Þær breytingar kalla á að launþegar verði meira meðvitaðir um rétt sinn og skyldur.
Sjá nánar um félagsmálafræðslu hér